top of page

Um Nýhöfn

Nýhöfn var stofnuð árið 2011 og á vegum fyrirtækisins hafa til þessa verið unnin ýmis störf sem öll tengjast útgáfustarfsemi á einn eða annan hátt. Snemma árs 2015 var tekin sú ákvörðun að Nýhöfn myndi leggja ríkari áherslu á eigin útgáfu en eftir sem áður mun fyrirtækið þó sinna alhliða útgáfuþjónustu fyrir utanaðkomandi aðila.

 

 

Eigandi og framkvæmdastjóri Nýhafnar er Ívar Gissurarson. Ívar var forstöðumaður Ljósmyndasafnsins í Reykjavík árin 1980-1987, vann við ritstörf og heimildamyndagerð 1988-1989, var ritstjóri hjá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs 1989-1994, útgáfustjóri hjá Íslensku bókaútgáfunni 1994-1995 og útgefandi hjá Máli og mynd og Skruddu 1995-2011. Árið 2011 flutti Ívar til Svíþjóðar og stofnaði þar ásamt öðrum bókaútgáfuna Kötlu sem gefið hefur út nokkra tugi bóka þar í landi. 

 

 

Ivar_sv-hv.jpg
bottom of page