FRÉTTIR

16. nóv. 2020

Bókin Hulduheimar – Huldufólksbyggðir á Íslandi, er væntanleg í verslanir þann 20. nóvember. 

 

Hulduheimar hefur að geyma um eitt hundrað huldufólkssögur úr öllum landshornum. Farinn er hringurinn kringum landið og sagðar huldufólkssögur úr flestum héruðum. Sögurnar greina frá litríkum samskiptum huldufólksins við íbúa mannheima og bregða upp myndum úr veröld sem oftast var hulin augum, falin á bak við standberg og klettaþil. Ljósmyndir og annað myndefni fylgir hverjum stað auk staðbundinna korta.

26. des. 2019

Bók Eiríks Jónssonar, Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku, sem kom út nú fyrir jólin hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. Hér má sjá umfjöllun um bókina í nokkrum völdum miðlum og hlusta á viðtal við höfundinn á RÚV:

16. nóv. 2020

Bók Ellerts Grétarssonar, Ísland – Náttúra og undur, er væntanleg í verslanir 1. des. nk.

Vegna Covid 19 verður auðvitað ekki hægt að halda útgáfugleði og bókakynningar þar sem venjan er að höfundur áriti bækur. Í stað þess verður boðið upp á heimsendingu á árituðum bókum, án aukakostnaðar, á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Með því að smella á tengilinn hér að neðan er hægt að panta eintök af bókinni á tímabundnu forsöluverði eða 7000 krónur. Almennt verð er 8490.-

9789935510075.jpg
Fákar og fólk.jpg
  • Facebook Basic Black

Nýhöfn bókaútgáfa, Gufunesvegi 1, 112 Reykjavík. Sími: 844 3022 Netfang: ivar@nyhofn.com