top of page

Bakkabræður

 

Þeir Böðvar Guðmundsson, Heimir Pálsson og Kristinn Jóhannesson eiga það sameiginlegt að hafa búið erlendis um árabil, Kristinn í Gautaborg og Heimir í Uppsölum í Svíþjóð og Böðvar í Nivå í Danmörku. Þannig háttar til að þeir búa allir á bökkum misstórra vatnsfalla, Nivår, Gautelfar og Fýrisár og eru því í þeim skilningi Bakka-bræður.

Böðvar Guðmundsson er rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi. Hann hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1996 fyrir skáldsöguna Lífsins tré, sjálfstætt framhald Híbýla vindanna. Þessar bækur eru oft saman kallaðar vesturfarasögurnar.

Heimir Pálsson er rithöfundur, þýðandi og fyrrverandi kennari við MH og lektor við Institutionen för nordiska språk við Háskólann í Uppsölum.

Kristinn Jóhannesson kennari, kórstjóri, þýðandi og ritstjóri var lengi lektor í íslensku í Svíþjóð, bæði í Lundi og Gautaborg. 

bottom of page