
Bjarni Eiríkur Sigurðsson
Bjarni Eiríkur Sigurðsson fæddist á Seyðisfirði 27. júní 1935. Hann lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, 6. september 2025.
Bjarni Eiríkur lauk prófi frá Garðyrkjuskólanum og Kennaraskólanum. Að loknu námi kenndi hann lengi í Hveragerði við góðan orðstír og var um hríð skólastjóri í Þorlákshöfn. Seinna fór hann til Þýskalands til náms í námsráðgjöf og var með fyrstu náms- og starfsráðgjöfum landsins. Þá gerðist hann djákni og lærði til þess göfuga starfs í guðfræðideild Háskóla Íslands.
Bjarni Eiríkur var fjölhæfur með eindæmum og tónlistin skipaði stóran sess í lífi hans og lék hann á píanó og harmóniku eins og engill
Það sem stendur þó ef til vill upp úr á æviferli Bjarna Eiríks er hestamennskan. Hann var góður tamningamaður og afbragðs hestaferðamaður. Þá hélt Bjarni námskeið í reiðmennsku víða um land.




