top of page

Eric Leraillez

 

Eric Leraillez er myndlistamaður, fæddur í Lille í Frakklandi en býr nú og starfar í Helsinki í Finnlandi. Þar rekur hann sitt eigið fyrirtæki e-mage www.e-mage.fi og vinnur við grafíska hönnun. Auk grafískrar hönnunar leggur Eric stund á myndlist af ýmsum toga svo sem málverk, teikningar, teiknimyndir og myndskreytingar.

  • Facebook

Helga Hilmisdóttir

 

Helga Hilmisdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Helsinki 2007 og er nú lektor þar í íslensku og íslenskum bókmenntum. Áður en hún fluttist til Helsinki starfaði hún sem íslenskulektor í Winnipeg í fjögur ár. Helga hefur ritað fjölda greina um íslenskt talmál auk þess að hafa skrifað kennslubók í íslensku fyrir byrjendur og íslensk-enska orðabók fyrir ferðamenn. Helga er rannsóknarlektor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

9789935905772.jpg
9789935905772.jpg
  • Facebook
bottom of page