top of page
Hlér_kápa_bókatíðindi.jpg
Hlér

Hrafn Andrés Harðarson

Undiralda ljóðaflokksins Hlés er harmur og þungbær reynsla en ljóðin eru einlæg úrvinnsla föður sem missti son sinn barnungan. Ljóðin bera vitni um mikla ást, missi og lífskraft minninga.

Hann fæddist 31. desember árið 1974 en lést eftir erfið og sársaukafull veikindi aðeins tæpum átta mánuðum síðar, 11. ágúst 1975. Og við fylgdum honum til grafar á afmælisdegi móður hans, 14. ágúst. Anna Sigríður Einarsdóttir móðir, Hrafn Andrés Harðarson faðir og Hörn Hrafnsdóttir systir.

 

Ljóðaflokkurinn Hlér var gefinn út á bók árið 1995 með nótum Gunnars Reynis Sveinssonar við átta lög sem hann samdi við jafnmörg ljóðanna, þær fást í Tónverkamiðstöð. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár.

  • Facebook Basic Black

Nýhöfn bókaútgáfa, Smyrlaheiði 13, 810 Hveragerði. Sími: 844 3022 Netfang: ivar@nyhofn.com

bottom of page