
Janne Teller
Janne Teller er margverðlaunaður danskur rithöfundur. Bækur hennar sem fjalla um tilvistarlegar og siðferðilegar spurningar varðandi líf og siðmenningu hafa oft vakið upp heitar og áhugaverðar umræður.
Janne hefur hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar m.a. bandarísku Michael L. Printz heiðursverðlaunin fyrir framúrskarandi bókmenntir (2011), dönsku Drassow-verðlaunin (2014) fyrir bókmenntaverk í þágu friðar og mannlegs skilnings og frönsku Libbylit-verðlaunin fyrir bestu barna- og unglingabók í frönskumælandi heiminum (2008). Bækur hennar hafa verið settar upp í leikhúsum víða um lönd og úr tveimur bóka hennar hafa verið gerðar óperur, önnur í konunglegu óperunni í London og hin í Óperunni í Stuttgart. Þá hefur einnig verið gerð kvikmynd eftir hennar þekktustu bók EKKERT.





