top of page

Hrafn Andrés Harðarson
Hrafn Andrés Harðarson fæddist 9. apríl 1948 í Kópavogi og ólst þar upp. Hann nam bókasafns- og upplýsingafræði og vann sem bókavörður. Hann var einn af frumkvöðlum Ritlistarhóps Kópavogs, sem gaf út ljóðasöfnin Glugga 1996, Ljósmál 1997, Sköpun 2000 og Í augsýn 2009.
Hrafn Andrés hefur skrifað smásögur og fjölda blaða og tímaritsgreina um bókasöfn, bækur og menningarmál. Ljóð hans hafa birst í tímaritum, blöðum og safnritum á Íslandi og víða erlendis. Tónskáldin Gunnar Reynir Sveinsson, Gylfi Garðarsson, Ingvi Þór Kormáksson og hin ástralska Rosalind Page hafa samið sönglög við nokkur ljóða hans.
bottom of page




