top of page
Hraunholt_kápa.jpg
Hraunholt í Hnappadal – Mannlíf og minningar

Reynir Ingibjartsson

 
Í þessari bók segir frá mannlífi og minningum sem tengjast bænum Hraunholtum í Hnappadal á Snæfellsnesi. Sögumaður er Reynir Ingibjartsson sem ólst þar upp með móður sinni og afa.
Ellefu ára gamall fór hann að skrá í litlar vasabækur, flest það sem tengdist búskapnum, mannlífinu og leikjum sem hann bjó til. Allar bifreiðakomur voru skráðar, heyskapur, silungsveiði, gestakomur og margt, margt fleira.
Bylting varð á bænum og reyndar í þessum afskekkta dal, þegar Magnús afi keypti jeppa 1946. Hætt var að slá með orfi og ljá og sláttuvél tengd við jeppann. Nýr tími tók við af þeim gamla.
Svo gerðust ævintýri! Víkingaskip í formi hótels, sigldi á Hlíðarvatni og merkir hellar fundust.
Auk minninga Reynis þá má margt annað fróðlegt finna í þessari einstöku bók, m.a. gagnmerka frásögn af lífshlaupi Magnúsar afa hans sem svo sannarlega var enginn dans á rósum.
bottom of page