top of page
Ingólfur Margeirsson
Ingólfur Margeirsson (1948-2011) starfaði um langt árabil sem blaðamaður og ritstjóri, meðal annars Helgarpóstsins og Alþýðublaðsins. Hann var fréttaritari RÚV í Ósló á níunda áratug síðustu aldar, auk þess sem hann annaðist þáttagerð bæði í útvarpi og sjónvarpi fyrir Ríkisútvarpið.
Ingólfur var höfundur fjölda bóka og var meðal annars tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1983 fyrir bókina Lífsjátningu, ævisögu Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, en Ingólfur var brautryðjandi nútímalegrar ævisagnaritunar á Íslandi. Hann var einn helsti bítlafræðingur landsins og þegar hann lést vorið 2011 hafði hann nýlokið við þáttaröð á RÚV um síðustu ár Johns Lennon.
bottom of page