Lífsjátning
Endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu.
Tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1983.
Ég hef lesið fjöldamargar ævisögur gegnum árin og það er sjaldgæft að þær veki með manni slíkan fögnuð og aðdáun og lestur Lífsjátningar Guðmundu Elíasdóttur.
Jóhanna Kristjánsdóttir. Morgunblaðið, 28. nóv. 1981.
Ævisaga Guðmundur Elíasdóttur, Mummu frá Bolungarvík, er ekki bara rakning á viðburðaríku lífi hennar. Þar er ekki bara sagt frá sigrum og árangri heldur er líka sagt frá sorg, vonleysi, ósigrum og niðurlægingu og „bömmerum“ sem eiga sér langa gleymskuhefð í ævisögum okkar Íslendinga. —mér finnst hún leggja heilmikið af mörkum til umræðunnar um kvennamenningu, kvennasögu o.fl. þ.h.
Dagný Kristjánsdóttir, Þjóðviljinn, 24. des. 1981.
Hvað er ég að hnýsast i ævi Guðmundu Elíasdóttur, sorgir hennar og gleði? En það geri ég einmitt og mér til mikillar ánægju í þokkabót…
…Það er ekki margt hægt að segja um svona bók. Það er aðeins hægt að lesa hana, gleypa hana í sig. Og hún mun seint gleymast.
Illugi Jökulsson, Tíminn 6. des. 1981.