top of page
Kleinur.jpg
Bestu kleinur í heimi

Ingunn Þráinsdóttir

 

Á Íslandi lifir kleinan enn góðu lífi. Í flestum matvöruverslunum er hægt að næla sér í poka af fjöldaframleiddum kleinum og eins hafa bakarar um land allt verið duglegir við að bjóða okkur upp á ágætis kleinur. En þrátt fyrir ágætt framboð þá gleymast seint kleinurnar sem urðu til í eldhúsinu hjá mömmu og ömmu. Undanfarin ár hefur Ingunn Þráinsdóttir, myndlistarkona og grafískur hönnuður, á Egilsstöðum, safnað kleinuuppskriftum um allt land og nú fyrir jólin er væntanleg bók með öllum herligheitunum. Í þessari fallegu bók, sem fengið hefur nafnið Bestu kleinur í heimi, eru 57 kleinuuppskriftir, gott sýnishorn af heimagerðum íslenskum kleinum. Auk girnilegra uppskriftanna er svo að finna í bókinni ýmsan skemmtilegan fróðleik um kleinur.

 

bottom of page