top of page
Lökin í golunni – Örlagasaga tveggja systra
Lökin í golunni er örlagasaga systra sem mæta hörðum heimi stríðsáranna við andlát móður sinnar. Faðir þeirra verður að sætta sig við að yfirvöld sundri fjölskyldunni og fátækt og niðurlæging blasir við stúlkunum. En vængir vonarinnar eru sterkir og lífið sýnir sínar fegurstu hliðar þegar öllu er á botninn hvolft.
Sagan er að hluta reist á atburðum sem í raun og veru áttu sér stað. Engu að síður kýs höfundurinn að líta á verkið sem hreinan skáldskap með sögulegu ívafi.
bottom of page