top of page
Mislingar_kapa.jpg
Mislingar

Erla Dóris Halldórsdóttir

Mislingar eru mest smitandi veirusjúkdómur sem til er hjá mönnum og sá hættulegasti þeirra sem valda útbrotum. Í þessari bók er saga mislinga rakin svo langt sem heimildir ná.

Sagan fjallar um fjölda fólks sem varð sóttinni að bráð og sagt er frá raunum þeirra og sorgum sem misstu börn sín, maka eða aðra ættingja af völdum veirunnar. Einnig er gerð grein fyrir ráðstöfunum danskra stjórnvalda til að fyrirbyggja að mislingasmit bærist til Íslands, en þrátt fyrir þær aðgerðir gengu margir mislingafaraldrar hér á landi. Í bókinni er líka sagt frá læknum sem líknuðu mislingasjúkum og lýst þeim meðferðum sem þeir beittu gegn farsóttinni. Að lokum er farið ítarlega yfir það hvernig þessum vágesti var nánast útrýmt á Íslandi.

Sagan um mislingana er þó ekki eingöngu saga harms og sorgar heldur einnig saga gleði þeirra sem lifðu veikina af eða heimtu ástvini sína úr helju.

bottom of page