top of page
9789935510051.jpg
Ísland – Náttúra og undur

Ellert Grétarsson

 

Í þessari gullfallegu bók eru ljósmyndir frá um 80 stöðum á Íslandi. Myndirnar sýna ýmsar fáfarnar og áhugaverðar náttúruperlur, tignarleg eldfjöll, hrikalegt landslag jöklanna og undraheim hraunhellanna, svo eitthvað sé nefnt. Stórkostlega náttúru Íslands dregur Ellert fram í mögnuðum ljósmyndum í bland við fróðleik um jarðfræði og náttúru landsins.

Reykjanesskagi-Kápa.jpg
Reykjanesskagi – Náttúra og undur

Ellert Grétarsson

 

Í þessari einstöku bók náttúruljósmyndarans Ellerts Grétarssonar gefur að líta úrval áhrifaríkra ljósmynda af helstu náttúruperlum Reykjanesskagans.

 
Myndirnar tók Ellert á árunum 2006 - 2018 í ótal mörgum gönguferðum víðsvegar um skagann. Óhætt er að segja að bókin veiti nýja sýn á þá stórfenglegu náttúru sem Reykjanesskaginn býr yfir því auk landslagsins sýna myndirnar þá undursamlegu töfraveröld sem flestum er hulin neðanjarðar í þeim fjölmörgu hraunrásarhellum sem skaginn hefur að geyma. Í bókinni kemur vel í ljós að Reykjanesskaginn býr yfir fjölbreyttri náttúru sem sífellt kemur á óvart.

bottom of page