Þórður Tómasson

 

Þórður Tómasson safnvörður í Skógum er fæddur í Vallnatúni undir Eyjafjöllum 1921.

Í ríflega sex áratugi var hann í forsvari fyrir Skógasafni en hann er jafnframt afkastamikill rithöfundur á sviði sögu og þjóðfræði. Bækur frá hendi Þórðar eru nú 19 talsins en auk þess liggur eftir hann mikið af greinum í bókum og tímaritum auk smærri ritlinga. Skrif Þórðar tengjast öll þjóðfræði og hafa einstakt gildi nú á 21. öld.

 

 

  • Facebook Basic Black

Nýhöfn bókaútgáfa, Gufunesvegi 1, 112 Reykjavík. Sími: 844 3022 Netfang: ivar@nyhofn.com