top of page
Stúfur_kápa.jpg
Þegar Stúfur bjargaði jólunum

Ari H. Guðmundsson Yates

Stúfur er kominn með kappnóg af því að vera minnsti jólasveinninn sem allir gera grín að! Hann stormar út úr Jólahellinum í fússi og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar – því annars verða engin jól! Þeir félagar flækjast á milli helstu furðuvera Íslands í leit sinni að ráðum til að bjarga jólunum. Þeir snúa snúa vörn í sókn og ná að safna saman ýmsum kynjagripum sem búa yfir töframætti ...  en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum í tæka tíð?

 

Bókin er með nýstárlegu sniði. Hún er svokölluð „hybrid“ bók (þ.e. hún er mitt á milli barna- og unglingabókar) sem þýðir (vonandi) að hún sé skemmtileg fyrir alla, unga sem aldna. Þessi magnaða bók inniheldur 76 ríkulega myndskreyttar síður, fjölda teiknimyndasagna og útskýringamynda.

bottom of page